SLAGTOG
Slagtog eru óhagnaðardrifin, femínísk samtök á Íslandi leidd af konum af erlendum uppruna og hinsegin fólki. Við kennum og þróum námskeið í femínískri sjálfsvörn fyrir konur og hinsegin fólk. Femínísk sjálfsvörn flokkast sem fyrsta, annars og þriðja stigs forvörn gegn kynbundnu ofbeldi.
Femínísk sjálfsvörn?
Femínísk sjálfsvörn er fyrst og fremst samansafn aðferða fyrir konur og hinsegin fólk til að enduruppgötva styrk sinn, sjálfsvirði, sjálfstæði og leið til að valdeflast.
Femínísk sjálfsvörn er leið til að verja sig gegn mismunun og ofbeldi. FSV er ekki bardagaíþrótt. Hún er hönnuð fyrir fólk á öllum aldri, allt frá átta ára og upp í nírætt! Femínísk sjálfsvörn er heldur ekki íþrótt og á námskeiðum skiptir engu máli hvort þú sért íþróttamanneskja, kósý sófakartafla eða einhvers staðar þar á milli. Námskeiðin eru aðgengileg öllum óháð líkamlegu formi.
Slagtog býður upp á mörg mismunandi námskeið í femínískri sjálfsvörn. Á námskeiðunum er kennt í gegnum leiki, umræður og æfingar. Þátttakendur og þjálfarar deila sögum og reynslu og læra hvort af öðru um mismunandi leiðir til að verjast fjölbreyttum árásum, allt frá dónalegum eða óþægilegum athugasemdum til líkamsárása. Konur og hinsegin fólk sem tekið hefur þátt í námskeiðum lýsa aukinni öryggistilfinningu og auknu sjálfstrausti í óþægilegum og/eða óöruggum aðstæðum.
desember 2024 |
||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
1
|
||||||
2
|
3
|
4
|
5
|
6
|
7
|
8
|
9
|
10
|
11
|
12
|
13
|
14
|
15
|
16
|
17
|
18
|
19
|
20
|
21
|
22
|
23
|
24
|
25
|
26
|
27
|
28
|
29
|
30
|
31
|
Við höldum mánaðarleg námskeið sem eru opin fyrir konur og hinsegin fólk sem náð hafa 18 ára aldri. Hægt er að skoða dagatalið okkar til að sjá hvaða námskeið eru á döfinni.
Einnig er hægt að óska eftir sértækum námskeiðum fyrir tiltekna hópa, viðburði eða samtök (að lágmarki 8 þátttakendur).
Nýlegar færslur
Það er ekki bara valdeflandi að finna að ég er fullfær um að verja mig, heldur er líka mjög valdeflandi að sjá aðra þátttakendur átta sig á því sama.
Frábærir þjálfarar!
Ég upplifði námskeiðið sem mjög öruggt umhverfi þar sem var mikil virðing borin fyrir þátttakendum, það kenndi mér ótrúlega margt um hvernig ég get búið til þannig umhverfi fyrir aðra.
Það að ég sé kona þýðir ekki að ég geti ekki varið mig, hvort sem er munnlega eða líkamlega. Núna bý ég yfir enn meiri þekkingu og aðferðum sem ég get notað í sjálfsvörn.
Frábær kennsla, nærvera og námskeið, mæli með fyrir öll!
Mér fannst munnlega sjálfsvörnin að öllu leyti mjög gagnleg til að taka með mér út í lífið.