Nóvember helgarnámskeið

💥 Slagtog heldur helgarnámskeið í femínískri sjálfsvörn!
⚧ Fyrir hverja? Námskeiðið er eingöngu fyrir konur og trans fólk.
📌Hvar? Námskeiðið er haldið í Dansverkstæðinu, Hjarðarhaga 47, 107 Reykjavík.
📆 Hvenær? Dagsetning: 26.-27. nóvember
⏱Klukkan hvað? 09:45 til 17:00 bæði laugardag og sunnudag.
🏋🏽‍♀️ Þarf ég að vera í góðu formi? Námskeiðið hentar öllum algjörlega óháð líkamlegri getu. Engin þörf er á reynslu úr líkamsrækt eða bardagaíþróttum, enda er sjálfsvörn ekki íþrótt.

💰Hvað kostar? Staðfestingargjald er 5000 kr. Þátttakendur borga svo aukalega eftir innkomu og getu eitthvað af eftirtöldu: 2500 kr., 5.000 kr eða 10.000 kr.

✉️Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á slagtog@slagtog.org
Í póstinum þarf að taka fram nafn, fornafn, dagsetningu á námskeiðinu og einnig þarf að hafa borgað staðfestingargjald með millifærslu á reikning: 0133-26-200760, kt: 570919-1050.
⛔️Skráning á námskeiðið lýkur miðvikudaginn 23. nóvember
❓Á námskeiðunum er farið er yfir alla helstu þætti femínískrar sjálfsvarnar og þátttakendur fá tækifæri til að kynnast og æfa mismunandi tæki og tól til að bregðast við og verjast ofbeldi.
Á námskeiðunum er meðal annars lögð áhersla á að:
-útveiga tól og tæki til að verja sig gegn líkamlegu ofbeldi sem og gegn áreiti, mismunun og öráreitni.
– leiðrétta algengar mýtur um kynbundið ofbeldi
-greina og skilja hinar ýmsu birtingarmyndir kynbundins ofbeldis
– auka öryggistilfinningu
– styrkja sjálfstraust og efla sjálfsmynd
– læra mismunandi aðferðir til að verja sig, bæði munnlega, sálrænt, tilfinningalega og líkamlega.