Hello, I`mAnna
fædd í Póllandi árið 1992, búsett á Íslandi síðan 2016, menningarfræðingur, menningarstjóri, höfundur gagnrýninna texta, viðtala og hlaðvarpa. Eftir að hún hlaut reynslu af hinum ýmsu láglauna störfum sem oftast eru ætluð erlendu vinnuafli á Íslandi, ákvað hún að byrja að skipuleggja verkalýðsbaráttu með róttæku verkalýðsfélagi árið 2018. Á árunum 2018-2020 gegndi Anna störfum í stjórnum stærstu verkalýðsfélaga á Íslandi (Alþýðusambandi Ísland og Eflingu stéttarfélagi). Eftir það starfaði Anna í þrjár annir sem kennari á frístundaheimili og starfar nú í umönnunargeiranum. Hún býr á milli tungumála og notar þekkingu á pólsku til að reyna að skilja og kanna önnur slavnesk tungumál, auk þess að vinna á ensku (einnig sem þýðandi) og íslensku. Fyrir Önnu er femínísk sjálfsvörn samansafn af færni sem hægt er að miðla til fólksins sem okkur þykir vænt um, svo það geti verndað sig í daglegu lífi, á heimilum sínum, í skólanum, í vinnunni. Femínísk sjálfsvörn gefur einstaklingum tækifæri til að þroskast, tjá sig, styrkjast, auka sjálfstæði, vera þau sjálf og berjast fyrir réttindum sínum. Í heimi þar sem stofnanir og kerfi eru ekki viljug til að vernda okkur, verðum við að skipuleggja okkur og standa saman gegn ofbeldi.
Kiedy państwo mnie nie chroni, moje siostry będę bronić.
Tengiliðaupplýsingar
Tölvupóstfang: anna@slagtog.org