Hello, I`mMeeri
Meeri er fædd í Finnlandi 1992, þaðan sem lífið bar hana til Svíþjóðar þar sem hún var í 4 ár áður en hún flutti til Íslands árið 2021. Meeri er dansari, danskennari en hefur einnig mikla reynslu af starfi í umönnunargeiranum. Hún hefur stundað nám í bæði dans- og líkamsfræði í Finnlandi og síðar í danskennslufræðum í Svíþjóð þar sem hún byrjaði að velta fyrir sér skipulagi menntakerfanna sem hún hefur verið hluti af og hvernig það skipulag endurspeglar feðraveldisvenjur, skapar óöruggt umhverfi fyrir stúlkur og konur innan og utan skóla og hvernig hún myndi vilja breyta þessum starfsháttum. Eftir að hún flutti til Íslands kynntist Meeri femínískri sjálfsvörn og fann strax að aðferðafræðin sem er beitt er nákvæmlega það sem hún hafði verið að leita að allt sitt fullorðinslíf. Nú er hún að læra að verða þjálfari og dýpkar skilning sinn á kerfum heimsins sem ýta undir ofbeldi svo hún að hún geti verið hluti af því að brjóta þau niður og deilt verkfærum til að skapa heim með þar sem gagnkvæm umhyggja er í forgrunni.
Tengiliðaupplýsingar
Tölvupóstfang: meeri@slagtog.org