Helgarnámskeið 25.-26. júní, 2022

Slagtog heldur helgarnámskeið í femínískri sjálfsvörn!

Námskeiðið er eingöngu fyrir konur og trans fólk.

Á námskeiðunum er farið er yfir alla helstu þætti femínískrar sjálfsvarnar og þátttakendur fá tækifæri til að kynnast og æfa mismunandi tæki og tól til að bregðast við og verjast ofbeldi.

Á námskeiðunum er meðal annars lögð áhersla á:
– valdeflingu
– að auka öryggistilfinningu
– að styrkja sjálfstraust
– að bæta sjálfsmynd
– að greina og skilja hinar ýmsu birtingarmyndir kynbundins ofbeldis
– að læra mismunandi aðferðir til að verja sig, bæði munnlega, sálrænt, tilfinningalega og líkamlega.

Tímasetningar eru eftirfarandi:
25.-26. júní, frá 10:00 til 17:00 bæði laugardag og sunnudag.

Verðið fyrir námskeiðið er breytilegt eftir innkomu og getu, en staðfestingargjald er 5000 kr.

Ofan á það eru þátttakendur hvött til að leggja ofan á það eitthvað af eftirtöldu:
2500 kr., 5.000 kr eða 10.000 kr.

Skráning fer fram með því að senda tölvupóst á slagtog@slagtog.org
Gott er að taka fram nafn, fornafn og dagsetningu á námskeiðinu.

Skráning á námskeiðið lýkur 20. júní.

Námskeiðið er haldið í Reykjavík, í 107 eða 101. Nánari staðsetning auglýst síðar.