Hvað er Slagtog?

Félagasamtökin Slagtog voru sett á laggirnar árið 2019 af hópi kvenna og kynsegin fólks. Slagtog hefur að meginmarkmiði að berjast gegn kynbundnu ofbeldi með því að halda námskeið fyrir konur og trans fólk í femínískri sjálfsvörn. Sjálfsvarnarkennsla flokkast sem fyrsta stigs forvörn gegn kynbundu ofbeldi þar sem litið er til alls þess sem hægt er að gera áður en ofbeldi á sér stað og/eða stigmagnast.

Ofbeldi snertir sís konur, sís menn og trans fólk á mismunandi hátt. Vegna þessa ákvað Slagtog að sérhæfa sig í vinnu með sís konum og trans fólki. Á þann hátt er hægt að aðlaga æfingarnar að sérstökum aðstæðum hvers hóps fyrir sig, jafnvel þó að markmiðið sé það sama fyrir öll: að virða sjálf okkur, endurheimta sjálfsvirðingu okkar gagnvart öðrum og með því stuðla að jafnara og minna ofbeldisfullu samfélagi.

Aðaláhersla Slagtogs er að bjóða upp á fyrrnefnd námskeið í femínískri sjálfsvörn, en auk þess hefur Slagtog skipulagt leshringi, kvikmyndakvöld, stuðningshópa og æfingar í blönduðum bardagalistum. Helsta markmið Slagtogs er að þátttakendur upplifi valdeflingu sem birtist til að mynda í aukinni öryggistilfinningu, athafnahæfni og auknu sjálfstæði.

Fimm þjálfarar sjá um að skipuleggja æfingar og önnur störf Slagtogs. Þjálfararnir voru öll þjálfuð af Irene Zeilinger, stofnanda belgísku félagasamtakana Garance, í aðferð sem kallast Seito Boei.