Munnleg sjálfsvörn fyrir hinsegin fólk

Viltu taka þátt í námskeiði í femínískri sjálfsvörn (FSV) ?

Í þetta sinn ætla Elínborg (Elí) og Hildur að bjóða upp á 2 klst námskeið fyrir hinsegin fólk í munnlegri sjálfsvörn. Námskeiðið er sett sunnudaginn 3. október frá 13:00-15:00 og verður haldið í húsnæði Samtakanna ’78 á Suðurgötu 3. Húsnæðið er með fullt aðgengi fyrir hjólastóla.

Þetta námskeið hentar vel fyrir (hinsegin) fólk sem langar að tileinka sér fleiri tæki og tól til að takast á við aðstæður þar sem einhver gerir eitthvað sem lætur ykkur líða óþægilega og byggist á hugmyndum viðkomandi um kyn ykkar, kyntjáningu og/eða kynhneigð. Þetta getur átt við nærgengar og óviðeigandi spurningar, starandi augnaráð, fordómafullar athugasemdir, hótanir og í raun hvers konar hegðun sem felur ekki í sér líkamlegt ofbeldi en lætur mani líða illa á einn eða annan hátt.

Skráning fer fram með því að senda póstá slagtog@slagtog.org fyrir 29. september.

Nánari upplýsingar um námskeiðið verða sendar í tölvupósti eftir skráningu.

Þátttaka í námskeiðinu er gjaldfrjáls en við biðjum þau sem hafa efni á um frjáls framlög.