Femínísk Sjálfsvörn?
Femínísk sjálfsvörn (FSV) á rætur að rekja til jafnréttisbaráttu kvenna í gegnum tíðina, en komst virkilega á skrið með frelsishreyfingum kvenna á 20. öld. Í dag er femínísk sjálfsvörn stunduð víðsvegar um heiminn með mörgum mismunandi aðferðum. Slagtog notar aðferð sem kallast Seito-Boei.
„Við áttuðum okkur fljótt á því að sjálfsvörn snérist ekki einungis um ótta við líkamlega árás, heldur líka um að þurfa takast á við upplifunina af valdaleysi daglega þegar við erum hundsaðar, áreittar, okkur ógnað, strítt og gert lítið úr hæfileikum okkar og persónum. Við skildum að þessar athafnir og viðhorf eru hluti af vef ofbeldismenningar sem hefur sogað í sig baráttukraft okkar. Þessi vefur er svo fínlegur og útbreiddur að okkur tekst ekki alltaf að koma auga á hann, en hann liggur á milli okkar og umbreytingar heimsins í hlýjan og uppbyggjandi stað fyrir okkur sjálf og vonir okkar og drauma. Það að vera örugg er mikilvægt fyrsta skref og sjálfsvörn snýst fyrst og fremst um öryggi. Margar okkar sáu þó að hún snýst um mikið meira en það: við vorum að uppgötva nýjan kraft til að verja líkama okkar, gildi okkar, heilindi og sjálfstæði.“
Annie Nelligan (höfundur og sjálfsvarnarþjálfari) skrifar um femínísku sjálfsvarnarhreyfingu áttunda áratugarins.
Femínísk sjálfsvörn er fyrst og fremst samansafn aðferða fyrir konur og hinsegin fólk til að enduruppgötva styrk sinn, sjálfsvirði, sjálfstæði og leið til að valdeflast.
Femínísk sjálfsvörn er frábrugðin dæmigerðri „sjálfsvörn fyrir konur“ í nokkrum lykilþáttum:
→ Ábyrgð á ofbeldi er alltaf sett með skýrum hætti á herðar gerandans.
→ Þátttakendum er aldrei sagt hvað þau eiga að gera, heldur eru útvegaðar mismunandi leiðir sem þátttakandur geta valið um að fara eða fara ekki. Hvað það sem einstaklingur ákveður að gera í ofbeldisaðstæðum eða við mismunun er sjálfsvörn.
→ Auk líkamlegrar sjálfsvarnar er kennd tilfinningaleg, sálræn og munnleg sjálfsvörn.
→ Mýtur um kynbundið ofbeldi eru hraktar og það eru notuð raunhæf dæmi um ofbeldi, kúgun og mismunun sem konur og hinsegin fólk(?) verður fyrir í daglegu lífi.
→ Námskeiðin eru aldrei kennd af sískynja karlmönnum.
→ Femínísk sjálfsvörn viðurkennir og tekur tillit til þess að öll hafa mismunandi (einstök hefur jákvætt yfirbragð) reynslu af mismunun og kúgun og það verður að huga að öllu sem getur jaðarsett fólk (margþætt kúgun).
Femínísk sjálfsvörn er leið til að verja sig gegn mismunun og ofbeldi. FSV er ekki bardagaíþrótt. Hún er hönnuð fyrir fólk á öllum aldri, allt frá átta ára og upp í nírætt! Femínísk sjálfsvörn er heldur ekki íþrótt og á námskeiðum skiptir engu máli hvort þú sért íþróttamanneskja, kósý sófakartafla eða einhvers staðar þar á milli. Námskeiðin eru aðgengileg öllum óháð líkamlegu formi.
Sýnt hefur verið fram á jákvæð áhrif FSV á kvenkyns þátttakendur á ýmsar sálfræðilegar breytur (ótta og kvíða, reiði, einkenni áfallastreituröskunar, sjálfsmynd og líkamsímynd, sjálfsvörn, trú á eigin getu og almenna þekkingu á kynbundnu ofbeldi). Það sem meira er, þjálfun í FSV virðist draga verulega úr tíðni brotaþola meðal fullorðinna kvenna þegar kemur að kynferðislegu og líkamlegu ofbeldi. Einnig bætir þjálfunin líkamlega og andlega líðan þátttakenda sem áður hafa orðið fyrir áföllum vegna ofbeldis.
Slagtog býður upp á mörg mismunandi námskeið í femínískri sjálfsvörn. Á námskeiðunum er kennt í gegnum leiki, umræður og æfingar. Þátttakendur og þjálfarar deila sögum og reynslu og læra hvort af öðru um mismunandi leiðir til að verjast fjölbreyttum árásum, allt frá dónalegum eða óþægilegum athugasemdum til líkamsárása. Konur og hinsegin fólk sem tekið hefur þátt í námskeiðum lýsa aukinni öryggistilfinningu og auknu sjálfstrausti í óþægilegum og/eða óöruggum aðstæðum.