Slagtog býður upp á mörg mismunandi námskeið í femínískri sjálfsvörn. Á námskeiðunum er kennt í gegnum leiki, umræður og æfingar. Þátttakendur og þjálfarar deila sögum og reynslu og læra hvort af öðru um mismunandi leiðir til að verjast fjölbreyttum árásum, allt frá dónalegum eða óþægilegum athugasemdum til líkamsárása. Konur og hinsegin fólk sem tekið hefur þátt í námskeiðum lýsa aukinni öryggistilfinningu og auknu sjálfstrausti í óþægilegum og/eða óöruggum aðstæðum.
Við höldum mánaðarleg námskeið sem eru opin fyrir konur og hinsegin fólk sem náð hafa 18 ára aldri. Hægt er að skoða dagatalið okkar til að sjá hvaða námskeið eru á döfinni.
Einnig er hægt að óska eftir sértækum námskeiðum fyrir tiltekna hópa, viðburði eða samtök (að lágmarki 8 þátttakendur). Nokkur dæmi um sértæk námskeið fyrir mismunandi hópa eru: eingöngu fyrir hinsegin fólk, fyrir konur og trans fólk eldra en 55 ára, fyrir konur og trans fólk af erlendum uppruna, fyrir börn og unglingar, konur og trans fólk með fötlun o.s.frv.
Dæmi um námskeið með ákveðnum áherslum eru: sjálfsvörn í aðstæðum heimilisofbeldis, munnleg sjálfsvörn, gólftækni í líkamlegri sjálfsvörn, sjálfsvörn gegn andfemínisma o.s.frv.
Helgarnámskeið (2 dagar)
Þátttakendur taka þátt í samtölum um kynbundið ofbeldi, skiptast á þekkingu, reynslu og aðferðum til að verjast gegn ofbeldi og áreiti og fá kennslu í sálrænni, tilfinningalegri, munnlegri og líkamlegri sjálfsvörn. Þátttakendur læra hvernig á að bera kennsl á það þegar farið er yfir mörk þeirra, hvort sem um er að ræða lúmska eða augljósa árás, og er það gert í gegnum leiki og áhrifaríkar æfingar. Þátttakendur læra einnig um mismunandi tegundir ofbeldis og mismunandi strategíur til að bregðast við þeim. Farið er yfir hvað er gott að hafa í huga þegar setja á skýr mörk, bæði með líkamstjáningu og munnlega. Þátttakendur fá kennslu í líkamlegri sjálfsvörn þar sem kenndar eru aðgengilegar varnaraðferðir gegn nokkrum af algengustu líkamsárásunum.
Kynningarnámskeið (1 ½ - 3 klst)
Á þessu námskeiði geta þátttakendur snert örlítið á fjórum þáttum femínískrar sjálfsvarnar, þ.e.a.s. tilfinningalegri, sálrænni, munnlegri og líkamlegri sjálfsvörn. Þetta námskeið er tilvalið fyrir þau sem komast ekki á helgarnámskeið eða vilja sjá hvað FSV snýst um áður en heil helgi er tekin frá.
Námskeið í munnlegri sjálfsvörn (1 ½ - 7 klst)
Munnleg sjálfsvörn getur tekið á sig margar myndir og hægt er að beita ýmsum aðferðum. Á þessu námskeiði læra þátttakendur í gegnum leiki og æfingar hvernig á að þekkja mismunandi tegundir árása og velta fyrir sér mismunandi munnlegum varnaraðferðum. Það er mjög óþægilegt að verða fyrir árás (hvort sem það felur í sér óviðeigandi athugasemd, ítrekaðar augngotur, niðurlægingu, o.sfrv…) og algengt er að missa stjórn á viðbrögðum sínum (t.d. Með því að frjósa eða gráta). Áhersla er lögð á að læra leiðir til að hafa stjórn á tilfinningum sínum á meðan óþægilegar eða hættulegar aðstæður eiga sér stað og læra að benda þeim í farveg sem nýtist í sjálfsvörn. Unnið er í gegnum hlutverkaleiki og ýmsar praktískar æfingar til að þátttakendur fái tækifæri til að æfa þá munnlegu tækni sem kennd er í sem raunverulegustu aðstæðum.
Sjálfsvörn fyrir hinsegin fólk (3klst - 2 dagar)
Kynbundið ofbeldi er knúið áfram af kvenfyrirlitningu og feðraveldi. Það á einnig við um ofbeldi gegn hinsegin fólki. Ofbeldi gegn hinsegin fólki er ein birtingarmynd kynbundins ofbeldis. Oft hefur ofbeldið sem beinist gegn hinsegin fólki sérstaka eiginleika sem er hætt við að gleymist að fjalla um og skoða í samhengi sem eru hugsuð fyrst og fremst fyrir sís- og gagnkynja fólk. Þess vegna er mikilvægt að útvega rými sérstaklega fyrir hinsegin fólk.
Í þessu námskeiði fá þátttakendur tækifæri til að ræða saman um ofbeldi gegn hinsegin fólki (bæði innan hinsegin samfélagsins og utan þess), deila þekkingu og aðferðum til að verja sig gegn ofbeldi og áreitni. Þátttakendur læra fjölbreyttar sjálfsvarnaraðferðir sem fela í sér sálræna, tilfinningalega, munnlega og líkamlega sjálfsvörn. Allt hinsegin fólk er velkomið á þetta námskeið.
Sjálfsvörn fyrir stúlkur og trans börn (1 dagur)
Slagtog býður upp á námskeið fyrir stelpur og trans börn í mismunandi aldurshópum (8-10 ára, 10-12 ára, 12-14 ára, 15-17 ára). Námskeiðin eru þróuð af þjálfurum frá belgísku félagasamtökunum Garance, sem hafa unnið með börnum í FSV í mörg ár. Innihald hvers námskeiðs er aðlagað að félagslegu, sálrænu, líkamlegu og vitsmunalegu þroskastigi hvers aldurshóps. Kennt er í gegnum fjörugar og skemmtilegar æfingar og leiki sem gera börnum kleift að tala um og velta fyrir sér birtingarmyndum ofbeldis og þeim tilifinningum sem koma upp þegar einhver fer yfir mörk hjá okkur. Kennslan miðar að því að ræða um efnið á valdeflandi hátt (en ekki á ógnvekjandi, kvíðvaldandi hátt) í öruggu umhverfi.
Á námskeiðunum er lögð sérstök áhersla á réttindi barna til að upplifa sig örugg, sterk og frjáls og mikilvægi þess að standa saman. Slík meðvitund getur auðveldað börnunum að tjá sig ef brotið er á þeim eða farið er yfir mörk þeirra.
september 2024 |
||||||
---|---|---|---|---|---|---|
Mán | Þri | Mið | Fim | Fös | Lau | Sun |
1
|
||||||
2
|
3
|
4
|
5
|
6
|
7
|
8
|
9
|
10
|
11
|
12
|
13
|
14
|
15
|
16
|
17
|
18
|
19
|
20
|
21
|
22
|
23
|
24
|
25
|
26
|
27
|
28
|
29
|
30
|
Við höldum mánaðarleg námskeið sem eru opin fyrir konur og hinsegin fólk sem náð hafa 18 ára aldri. Hægt er að skoða dagatalið okkar til að sjá hvaða námskeið eru á döfinni.
Einnig er hægt að óska eftir sértækum námskeiðum fyrir tiltekna hópa, viðburði eða samtök (að lágmarki 8 þátttakendur).
Það er ekki bara valdeflandi að finna að ég er fullfær um að verja mig, heldur er líka mjög valdeflandi að sjá aðra þátttakendur átta sig á því sama.
Frábærir þjálfarar!
Ég upplifði námskeiðið sem mjög öruggt umhverfi þar sem var mikil virðing borin fyrir þátttakendum, það kenndi mér ótrúlega margt um hvernig ég get búið til þannig umhverfi fyrir aðra.
Það að ég sé kona þýðir ekki að ég geti ekki varið mig, hvort sem er munnlega eða líkamlega. Núna bý ég yfir enn meiri þekkingu og aðferðum sem ég get notað í sjálfsvörn.
Frábær kennsla, nærvera og námskeið, mæli með fyrir öll!
Mér fannst munnlega sjálfsvörnin að öllu leyti mjög gagnleg til að taka með mér út í lífið.