Síðasta Október sendi Slagtog tvo þjálfar til Brussel á ráðstefnu hinsegin þjálfara í FSV. Ráðstefnan var söguleg, þar sem þetta er í fyrsta sinn sem svo margir hinsegin þjálfara í FSV koma saman, en einnig í fyrsta sinn sem þjálfarar frá mismunandi “tegundum” FSV koma saman á uppbyggjandi hátt.
Ráðstefnan stóð yfir í fjóra daga og skiptist í tvennt. Fyrstu tvo dagana var smiðja opin öllum þjálfurum í femínískri sjálfsvörn og snérust um hvernig er hægt að tryggja inngildingu hinsegin fólks í almennum námskeiðum og hvað felst í því að vera “ally”. Seinni tveir dagarnir voru einungis ætlaðir hinsegin þjálfurum í FSV og voru fyrst og fremst hugsaðir sem tími til þess að aðlaga þær aðferðir sem FSV notar við kennslu að veruleika og þörfum alls hinsegin fólks. Slíkt verkefni er stórt og mikið, enda er hinsegin fólk mjög breiður hópur þar sem ýmsar skaranir eiga sér stað. Til að mynda eru mismunun sem hvít, sís lesbía mætir í samfélaginu ólík þeirri mismunun sem einhverf, svört, intersex manneskja upplifir, en þó eru báðir aðilar undir hinsegin regnhlífinni.
Vinnan var leidd af tveimur trans þjálfurum í FSV sem hafa kennt FSV í anda Riposte-aðferðarinnar í Marseille í Frakklandi síðastliðin 10+ ár. Líkt og á FSV námskeiðum almennt var vinnan leidd í gegnum leiki, umræður og hópavinnu þar sem þekking og reynsla allra viðstaddra var metin að verðleikum og í sameiningu var búin til úr henni enn öflugari og dýpri þekking.
Innri gagnrýni var til staðar þar sem ekki öll upplifðu rýmið sem öruggt eða inngildandi, til að mynda skrifuðu brúnir og svartir þjálfarar öfluga yfirlýsingu sem lesin var upp fyrir hópin undir lok ráðstefnunar, en einnig höfðu tvíkynhneigðir þjálfarar orð á því að ekki væri hlustað á þeirra upplifun. Það er mikilvægt að skapa vettvang þar sem þátttakendum líður nógu öruggum til að hafa orð á hverskonar mismunun, jaðarsetningu eða þöggun sem getur átt sér stað alls staðar, einnig á ráðstefnu þjálfara í FSV.
Þjálfararnir sem fóru fyrir hönd Slagtogs komu heim með aukna þekkingu og reynslu í farteskinu, auk aðlagaðra aðferða og hugmynda um hvernig má halda álíka vinnu áfram. Slagtog er þákklát skipuleggjendum ráðstefnunnar, sem fór fram á vegum Garance, fyrir að hafa gefið okkur tækifæri að taka þátt.