Women in Iceland, félag kvenna af erlendum uppruna, hefur boðið Slagtog að leiða viðburð þeirra Kvennaborðið þann 4. nóvember, frá 15:00-16:30, í Borgarbókasafninu Grófinni. Kvennaborðið er verkefni sem WOMEN hafa haldið úti nokkuð lengi og snýr að því að skapa öruggt rými fyrir konur af erlendum uppruna að æfa sig í íslensku. Kvennaborðið samræmist gildum og áherslum Slagtogs mjög vel, en einkunnarorð viðburðarins eru valdefling, öruggt rými og samfélag.
Hægt er að lesa meira um Kvennaborðið hér.
Zahra Hussaini, þjálfari hjá Slagtog sem hefur oft tekið þátt í starfi og viðburðum á vegum WOMEN, ætlar að mæta í Grófinna og leiða umræður um femíníska sjálfsvörn og vera með nokkrar æfingar í munnlegri sjálfsvörn á íslensku!