Hello, I`mElínborg
Elínborg, sem notar líka nafnið Elí, fæddist árið 1993 á Íslandi og hefur dvalið þar mestan hluta ævinnar. Elí hefur þó líka búið í Frakklandi, Kaliforníu og Þýskalandi. Elí er með BA próf úr heimspeki frá HÍ og stundar nú meistaranám í tómstunda- og félagsmálafræði við sama skóla. Fyrir utan að vera þjálfari í femínískri sjálfsvörn starfar hán starfar í hlutastarfi í umönnunar- og tómstundageiranum, en hán vinnur í gistiskýli fyrir karlmenn sem glíma við heimilisleysi og á unglingasmiðjunni Tröð.
Áhugi Elíar á femínískri sjálfsvörn kviknaði eftir að hafa lesið bókina „Nei þýðir nei“ eftir Irene Zeilinger. Það að kynnast femínískri sjálfsvörn, í gegnum lestur en þó fyrst og fremst í gegnum raunverulega ástund, brúaði bilið á milli dagsdaglegra athafna og lífs háns og femínískrar hugmyndafræði um sjálfsákvörðunarrétt, sjálfræði og samtvinnun kúgunar (e. intersectionality). Í kennslu sinni í femínískri sjálfsvörn leggur Elí áherslu á sjálfsvörn fyrir börn, unglinga og ungmenni, auk hinsegin femínískrar sjálfsvarnar og að þróa leiðir til að koma femínískri sjálfsvörn inn í hin ýmsu hinsegin samfélög þannig að það gagnist þeim hópum.
Tengiliðaupplýsingar
Tölvupóstfang: eli@slagtog.org