Hello, I`mMariam
Mariam, sem er upprunalega frá Suður-Spáni, flutti til Íslands í mars 2016. Hún er fædd árið 1992 og býr í Reykjavík. Mariam starfar í umönnunargeiranum og en er listakona og aðgerðarsinni í frítíma sínum. Hún lærði félagsráðgjöf, starfaði sem sjálfboðaliði á sviði óhefðbundinnar menntunar og félagslegra umbreytinga, hefur starfað í grasrótarsamtökum og vinnur nú að uppbyggingu Slagtogs. Hún talar spænsku, ensku og íslensku. Eftir að hafa orðið róttækur vinstri sinni eftir ýmsa reynslu í lífinu, ákvað hún að vonast ekki bara eftir breytingum í heiminum heldur taka þátt í að láta þær gerast. Það, ásamt því að sækja námskeið í femínískri sjálfsvörn með öðrum aðgerðarsinnum og vinum, leiddi hana til Slagtogs. Mariam lítur þannig á að því meira sem ofbeldi er viðtekið sem eðlilegur partur af samfélaginu, því róttækari verður mótstaðan gegn því að vera. FSV er ekki bara spark í klofið, það er fyrst og fremst uppgötvun verkfæra og aðferða (líkamlegra og andlegra, með samstöðu, gagnrýnni hugsun og valdeflingu) hjá þeim sem líklegast var kennt að þau gætu ekki varið sig og hafa lengi verið beitt ofbeldi af ríkjandi kerfum og samfélagmynd. Mariam hefur einlægan áhuga á öllu sem tengist FSV, þó að megináhersla hennar sé á þróun tilfinningalegra og andlegra aðferða, sem og femínískrar sjálfsvörn fyrir ungt fólk og uppbyggingu stuðningshópa.
“El estado opresor es un macho violador” - Sororidad hermana, no estás sola y fuertes somos todas.
Tengiliðaupplýsingar
Tölvupóstfang: mariam@slagtog.org