Hello, I`mHildur
Hildur er fædd í Reykjavík árið 1996. Hún er hinsegin femínisti sem finnst gaman að hlusta á hljóðbækur, eyða tíma með vinum sínum (sérstaklega í sundi), skipuleggja viðburði og horfa á kvikmyndir. Hún er einnig hjúkrunarfræðinemi með ástríðu fyrir geðheilbrigði, skaðaminnkun, aðgengilegri heilsbrigðisþjónustu fyrir minnihlutahópa sem og fræðslu um heilbrigði. Undanfarin ár hefur hún starfað í athvörfum fyrir heimilislausa og í húsnæði með stuðning fyrir konur. Eftir nokkur námskeið í líkamlegri sjálfsvörn kynntist Hildur femínískri sjálfsvörn og fann það sem vantaði, sérstaklega hvað varðar munnlega, tilfinningalega og andlega sjálfsvörn. Henni fannst mjög valdeflandi að hafa margar mismunandi aðferðir og úrræði til að velja úr til að bregðast við mismunandi tegundum ofbeldis og það sem hún lærði hafði einnig jákvæð áhrif á marga þætti í daglegu lífi hennar. Hún vildi því deila þessari reynslu, sem hafði svo mikil áhrif á hennar líf, með öðrum og lauk tveggja ára þjálfaranámi í femínískri sjálfsvörn hjá belgísku samtökunum Garance ásamt öðrum meðlimum Slagtogs. Helstu áhugasvið Hildar í femínískri sjálfsvörn eru andleg og munnleg sjálfsvörn, sjálfsvörn fyrir hinsegin fólk og sjálfsvörn fyrir unglinga. Hún talar íslensku og ensku og smá frönsku og dönsku.
Tengiliðaupplýsingar
Tölvupóstfang: hildur@slagtog.org