Slagtog eru femínísk félagasamtök sem leggja áherslu á að kenna konum og hinsegin fólki femíníska sjálfsvörn. Slagtog var stofnað árið 2019 í anda belgíska þjálfarans Irene Zeilinger sem hefur kennt femíníska sjálfsvörn í tæp 30 ár og þjálfaði fimm af sex þjálfurum Slagtogs.
Starfsemi Slagtogs snýst um að halda fjölbreytt námskeið í femínískri sjálfsvörn. Markmið samtakanna er að koma femínískri sjálfsvarnarkennslu á legg á Íslandi og vinna með öðrum samtökum og stofnunum. Þá leggja samtökin áherslu á að ná til ungmennafélaga, félagsmiðstöðva og skóla í þeirri von að kenna og valdefla stelpur, stálp og hinsegin stráka.
Wen-do fundi, Canada, maí 2014
Teymið
Við komum úr ýmsum áttum, bæði hvað varðar uppruna og starfsreynslu og höfum þar af leiðandi mismunandi áhuga og sérhæfingu þegar kemur að femínískri sjálfsvörn. Við eigum þó öll sameiginlegt að vilja leggja okkar af mörkum í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi og mismunun, enda er það helsta markmið Slagtogs.
Smelltu á meðlimi teymisins til að komast að fleiru um þau.